Alexander Ágúst er 10 ára í dag!!!
Hæ,
Elsku Alexander Ágúst er 10 ára í dag. Mér finnst frekar leiðinlegt að vera ekki með honum í dag. Hann var orðinn mjög spenntur áður en ég fór og var byrjaður að plana afmælisveisluna með bekknum sínum frá A til Ö. Skildi þó ekki vera að það leynist í honum skipulagningssnillingur.
Að öðru leyti þá er ég ennþá í Róm og hef það svona þokkalegt. Ég skellti mér í vinnuna í dag, sunnudag, til að koma vel fyrir he he, en hef gert fátt annað en setið og lesið www.mbl.is og hlustað á Silfur Egils. Ég hef þó einsett mér að klára ákveðið verkefni fyrir heimferð í dag.
Róm er alveg dásamleg satt að segja. Ég kíkti á Colosseum síðasta miðvikudag og þetta er nú engin smásmíð. Aðrar byggingar hef ég aðeins kíkt á og það er merkilegt að standa þarna þar sem vagga hins vestræna heims liggur. Hérna drýpur sagan af hverju strái. Að sjá krukkur og minjar sem eru jafnvel meira en 2000 ára gamlar er bara eiginlega ótrúlegt.
Ítölsk matarmenning er skemmtileg. Ég fór út að borða með Björgvini vinnufélaga, konu hans og tveimur vinkonum þeirra sem voru í "húsmæðraorlofi hér um helgina. Við settumst inn á stað sem var með sjávarrétti í hávegum. Ég fékk mér þó nautasteik í það skiptið, en fékk djúpsteiktan saltfisk í forrétt. Svo fékk ég mér góða tiramisu köku á eftir. Hérna er meðlætið pantað sérstaklega. Þegar maður pantar steik eða eitthvað annað þá fær maður bara það og basta!. Meðlæti þarf að panta sérstaklega. Hérna eru engar ríkar sósur, meira svona soð og þess háttar. Þetta er svona frekar léttur matur, mikið um grænmeti og hráefni yfirleitt mjög gott. Það er nú málið hérna að hráefnið er svo gott að það fer nú hálfa leið til að gera matinn góðan.
Þessi veitingastaður var í hverfi sem heitir Trastevere eða "hinu megin við ána" Tevere er áin í gegnum Róm. Ég spurði hvað þeir sem byggju "hinu megin við ána" segðu um þá sem búa "hinu megin við ána" og fékk engin svör :)
Björgvin og co fóru snemma heim og ég ákvað að rölta um svæðið. Mannmergðin var gríðarleg og allir staðir meira og minna fullir. Mikið næturlíf hérna og skemmtilegt. Trastevere er svona frekar fyrir yngra liðið þó það sé góð blanda þarna. Ég tók svo þá örlagaríku ákvörðun að rölta áleiðis heim og snarvilltist í Róm um 2 um nótt. Þegar ég var búinn að sjá sama bílaumboðið í annað sinn þá settist ég inn á bar á Via Marmorata og spjallaði þar við fína bardömu sem heitir Claudia. Hún vísaði mér veginn á meðan ég sötraði á annars fínum ítölskum bjór.
Það góða við þessa villigöngu er að ég sá tvær magnaðar byggingar Tempio Vesta og Piramide di Caio Cestio, reyndar var ég búinn að sjá Piramide áður bregða fyrir, en var núna "up close". Ég fór þó ekki inn í þessar byggingar eðlilega því klukkan var 2 að nóttu. Piramide er eini pýramídinn utan Egyptalands og er bara frekar flottur. Þar fyrir utan er svo fornt borgarhlið sem er flott. Tempio Vesta er svo flott bygging og nánar um hana hér http://en.wikipedia.org/wiki/Temple_of_Hercules_Victor .
Svo í gær fór ég á fínan bar sem heitir Finnegans og þar glápti ég á einn fótboltaleik þar sem Manchester menn voru heppnir að tapa ekki fyrir baráttuglöðum Middlesborough mönnum með hinn léttklikkaða Viduka í fararbroddi. Þarna hitti ég nokkra íra og breta og það var bara mjög gaman. Stereótýpurnar úr bíómyndunum voru þarna ljóslifandi. Ansi fyndið og þurfti ég að sitja á mér nokkrum sinnum.
Jæja, farinn að vinna smá og svo skelli ég mér heim með Metró á eftir.
kveðja og enn og aftur Alexander til lukku með daginn.
Arnar Thor
Elsku Alexander Ágúst er 10 ára í dag. Mér finnst frekar leiðinlegt að vera ekki með honum í dag. Hann var orðinn mjög spenntur áður en ég fór og var byrjaður að plana afmælisveisluna með bekknum sínum frá A til Ö. Skildi þó ekki vera að það leynist í honum skipulagningssnillingur.
Að öðru leyti þá er ég ennþá í Róm og hef það svona þokkalegt. Ég skellti mér í vinnuna í dag, sunnudag, til að koma vel fyrir he he, en hef gert fátt annað en setið og lesið www.mbl.is og hlustað á Silfur Egils. Ég hef þó einsett mér að klára ákveðið verkefni fyrir heimferð í dag.
Róm er alveg dásamleg satt að segja. Ég kíkti á Colosseum síðasta miðvikudag og þetta er nú engin smásmíð. Aðrar byggingar hef ég aðeins kíkt á og það er merkilegt að standa þarna þar sem vagga hins vestræna heims liggur. Hérna drýpur sagan af hverju strái. Að sjá krukkur og minjar sem eru jafnvel meira en 2000 ára gamlar er bara eiginlega ótrúlegt.
Ítölsk matarmenning er skemmtileg. Ég fór út að borða með Björgvini vinnufélaga, konu hans og tveimur vinkonum þeirra sem voru í "húsmæðraorlofi hér um helgina. Við settumst inn á stað sem var með sjávarrétti í hávegum. Ég fékk mér þó nautasteik í það skiptið, en fékk djúpsteiktan saltfisk í forrétt. Svo fékk ég mér góða tiramisu köku á eftir. Hérna er meðlætið pantað sérstaklega. Þegar maður pantar steik eða eitthvað annað þá fær maður bara það og basta!. Meðlæti þarf að panta sérstaklega. Hérna eru engar ríkar sósur, meira svona soð og þess háttar. Þetta er svona frekar léttur matur, mikið um grænmeti og hráefni yfirleitt mjög gott. Það er nú málið hérna að hráefnið er svo gott að það fer nú hálfa leið til að gera matinn góðan.
Þessi veitingastaður var í hverfi sem heitir Trastevere eða "hinu megin við ána" Tevere er áin í gegnum Róm. Ég spurði hvað þeir sem byggju "hinu megin við ána" segðu um þá sem búa "hinu megin við ána" og fékk engin svör :)
Björgvin og co fóru snemma heim og ég ákvað að rölta um svæðið. Mannmergðin var gríðarleg og allir staðir meira og minna fullir. Mikið næturlíf hérna og skemmtilegt. Trastevere er svona frekar fyrir yngra liðið þó það sé góð blanda þarna. Ég tók svo þá örlagaríku ákvörðun að rölta áleiðis heim og snarvilltist í Róm um 2 um nótt. Þegar ég var búinn að sjá sama bílaumboðið í annað sinn þá settist ég inn á bar á Via Marmorata og spjallaði þar við fína bardömu sem heitir Claudia. Hún vísaði mér veginn á meðan ég sötraði á annars fínum ítölskum bjór.
Það góða við þessa villigöngu er að ég sá tvær magnaðar byggingar Tempio Vesta og Piramide di Caio Cestio, reyndar var ég búinn að sjá Piramide áður bregða fyrir, en var núna "up close". Ég fór þó ekki inn í þessar byggingar eðlilega því klukkan var 2 að nóttu. Piramide er eini pýramídinn utan Egyptalands og er bara frekar flottur. Þar fyrir utan er svo fornt borgarhlið sem er flott. Tempio Vesta er svo flott bygging og nánar um hana hér http://en.wikipedia.org/wiki/Temple_of_Hercules_Victor .
Svo í gær fór ég á fínan bar sem heitir Finnegans og þar glápti ég á einn fótboltaleik þar sem Manchester menn voru heppnir að tapa ekki fyrir baráttuglöðum Middlesborough mönnum með hinn léttklikkaða Viduka í fararbroddi. Þarna hitti ég nokkra íra og breta og það var bara mjög gaman. Stereótýpurnar úr bíómyndunum voru þarna ljóslifandi. Ansi fyndið og þurfti ég að sitja á mér nokkrum sinnum.
Jæja, farinn að vinna smá og svo skelli ég mér heim með Metró á eftir.
kveðja og enn og aftur Alexander til lukku með daginn.
Arnar Thor
Ummæli
Njóttu þín áfram.